Heilt lið af Dönum komið til Stjörnunnar

Michael Præst er einn fjölmargra Dana sem hefur spilað fyrir …
Michael Præst er einn fjölmargra Dana sem hefur spilað fyrir Stjörnuna undanfarin ár. mbl.is/Ómar

Sóknarmaðurinn Rolf Toft er ellefti danski leikmaðurinn sem Stjarnan úr Garðabæ teflir fram í úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Toft kom til liðs við Stjörnuna í síðustu viku til að leysa af hólmi landa sinn, Jeppe Hansen, og fer vel af stað. Hann krækti í vítaspyrnu eftir örfáar mínútur sem varamaður gegn Motherwell í Evrópudeildinni síðasta fimmtudag og á sunnudagskvöldið gerði Toft eitt marka Stjörnunnar þegar liðið komst á topp deildarinnar með 3:1 sigri á Fylki í Árbænum.

Stjörnumenn hafa nær eingöngu horft til Danmerkur á undanförnum árum þegar þeir hafa leitað eftir liðsauka út fyrir landsteinana. Reyndar eru þeir með Pablo Punyed frá El Salvador í sínu liði í dag og í fyrra lék Norðmaðurinn Robert Sandnes með þeim. Að öðru leyti hafa það verið Danir sem hafa klæðst Stjörnubúningnum.

Bödker er lykilmaður

Það er danski aðstoðar- og markvarðaþjálfarinn Henrik Bödker sem á stærstan þátt í að fá alla þessa Dani í Garðabæinn en hann er með góð sambönd í heimalandi sínu. Bödker er 33 ára gamall, sjálfur fyrrverandi markvörður, og lék með ÍBV, Hetti, Þrótti og Víði í Garði áður en hann kom í þjálfarateymi Stjörnunnar.

Stjarnan gæti stillt upp öflugu liði sem væri eingöngu skipað þeim Dönum sem hafa leikið með liðinu á undanförnum árum.

Sjá má í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag hvernig dönsku liði Stjörnunnar er stillt upp.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert