Íslenski boltinn í beinni - þriðjudagur

Aldís Kara Lúðvíksdóttir skorar sigurmark Breiðabliks gegn Stjörnunni í 1. …
Aldís Kara Lúðvíksdóttir skorar sigurmark Breiðabliks gegn Stjörnunni í 1. umferðinni í vor. mbl.is/Ómar

Celtic og KR mætast í seinni leik sínum í Meistaradeild Evrópu, Stjarnan og Breiðablik mætast í uppgjöri efstu liða Pepsi-deildar kvenna og FH og Afturelding eigast við í fallslag sömu deildar. Fylgst er með öllu sem gerist í beinu lýsingunni ÍSLENSKI BOLTINN Í BEINNI hér á mbl.is.

Viðureign Celtic og KR fer fram á Murrayfield í Edinborg og hefst klukkan 18.45. Celtic vann fyrri leikinn á KR-vellinum, 1:0. Sigurliðið samanlagt mætir Legia Varsjá frá Póllandi eða St. Patrick's Athletic frá Írlandi í 3. umferðinni.

Leikirnir í Pepsi-deild kvenna hefjast báðir klukkan 19.15.

Stjarnan er með 24 stig, Fylkir 20 og Breiðablik 19 í þremur efstu sætum deildarinnar og Breiðablik gæti því hleypt miklu fjöri í titilbaráttuna með sigri í Garðabænum.

FH er með 8 stig, Afturelding 3 en ÍA ekkert í þremur neðstu sætunum og leikur FH og Aftureldingar hefur því afgerandi áhrif á þróun fallbaráttunnar.

Til að fylgjast með öllu sem gerist, smellið á ÍSLENSKI BOLTINN Í BEINNI.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert