Aldrei fleiri erlend lið á Rey Cup

Frá leik á Rey Cup síðasta sumar.
Frá leik á Rey Cup síðasta sumar. mbl.is/Árni Sæberg

Alþjóðlegt knattspyrnumóti Rey Cup, sem Þróttarar halda nú í þrettánda skipti í Laugardalnum í Reykjavík, verður sett í kvöld en að sögn forráðamanna mótsins hafa aldrei fleiri erlend lið tekið þátt.

Keppt er í 3. og 4. flokki karla og kvenna og samtals koma 14 erlend lið frá átta félögum þátt í mótinu. Það eru ensku félögin Derby og Norwich, dönsku félögin Herfölge og Bröndby,  norsku félögin Holmen, Ringvasöy og Ås og litháíska félagið Taurus.

Erlendir gestir á mótinu, með þjálfurum og fararstjórum, eru um 270 talsins en alls taka um 1.300 ungmenni þátt í Rey Cup þetta árið.

Í tilkynningu frá Þrótturum segir að svokallaðir njósnarar komi með erlendu liðunum, gagngert til að skoða íslenska leikmenn. Þar á meðal sé yfirmaður Norwich City, sem sé með eina af bestu akademíum fyrir ungt knattspyrnufólk á Englandi, og hann muni halda kynningu um akademíu félagsins fyrir þjálfara og fararstjóra.

Mótið verður sett í kvöld með skrúðgöngu og fleira skemmtilegu og dagskráin hefst klukkan 21.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert