Lennon orðaður við endurkomu til landsins

Steven Lennon gæti snúið aftur í Pepsi-deildina.
Steven Lennon gæti snúið aftur í Pepsi-deildina. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Skoski framherjinn Steven Lennon gæti verið á leið í Pepsi-deildina á ný, en hann er orðaður við bæði FH og KR, en Lennon er nú á mála hjá Sandnes Ulf í Noregi. Hann fór þangað frá Fram.

„Bæði félögin eru áhugasöm og hafa haft samband við Sandnes Ulf um kaupverðið. Fyrir mig er þetta gott tækifæri, þetta eru stærri félög en Sandnes þó norska deildin sé vissulega sterkari en sú íslenska. Ég vonast til að félagsskiptin verði í höfn í kringum helgina,“ sagði Lennon við norska fjölmiðla og talar um að hann hafi ekki náð að venjast hlutunum hjá félaginu nægilega vel.

„Ég var fenginn til Sandnes Ulf til þess að spila rétt fyrir aftan framherjann en síðan var ég færður yfir á kantinn. Það er ekki auðvelt að spila þar hjá liði sem hefur tapað mörgum leikjum og ég þarf að sinna meira varnarhlutverki en ég er vanur, það er ekki mín staða. Ég veit að ef ég færi aftur til Íslands yrði ég notaður þar sem ég nýt mín best og ef ég stend mig þar þá gæti opnast fleiri tækifæri fyrir mig hjá stærri liðum,“ sagði Lennon.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert