Rúnar Páll: Ótrúlegt

„Ótrúlegt,“ voru fyrstu viðbrögð Rúnars Páls Sigmundssonar þjálfara Stjörnunnar eftir að hann sá skot Atla Jóhannssonar rata í netið á 114. mínútu í síðari hálfleik framlengingar Stjörnunnar gegn Motherwell en liðin áttust við í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA í knattspyrnu í kvöld. Stjarnan komst áfram 5:4 samanlagt og mætir Lech Poznan frá Póllandi í næstu umferð.

„Það var ótrúlegt að fá þetta mark þarna í lokin. Við trúðum alltaf á þetta og sýndum það í seinni hálfleik og í framlenginunni að við vorum miklu sterkari aðilinn. Við fengum miklu fleiri færi en þeir og það eina sem þeir gerðu var að senda langa bolta fram. Þeir sköpuðu ekki mikið í þessum leik. Annað markið var eina hættulega færið sem þeir fengu. Það var léleg varnarvinna hjá okkar mönnum,“ sagði Rúnar Páll sem fannst að liðið hefði ekki skapað sér mikið meira en fjölda hornspyrna.

„Þeir sköpuðu í sjálfu sér ekki mikið nema þessar hornspyrnur. Við vissum að við þyrfum að loka á vængina hjá þeim og við geðum það mjög vel. Ég var hrikalega stoltur af því hvernig við leystum það. Við fengum aftur á móti fullt af hornum á okkur sem voru stórhættuleg. Við brugðumst vel við því í hálfleik,“

Við höfum sýnt það í sumar að við höfum ekki gefist upp í þeim leikjum sem við lendum undir. Ég tala nú ekki um þegar við vorum einum færri á móti KR og unnum leikinn. Það er hrikalega sterkur karakter í þessu liði og við höfum sýnt það í ýmsum leikjum,“ sagði Rúnar.

Rolf Toft Daninn í liði Stjörnunnar kom inn á sem varamaður fyrir Veigar Pál Gunnarsson á 26. mínútu en þurfti að fara af leikvelli í framlengingunni. Það var þó ekki vegna skorts á þoli heldur vegna þess að drengurinn fékk ill í magann.

„Hann fékk eitthvað í magann. Við þurfum að skipta honum út af. Hann fékk einhvern krampa í magann og leið ekki vel, enda gat hann varla hlaupið,“ sagði Rúnar Páll viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert