Standa vel að vígi

Ólafur Páll Snorrason, Atli Jóhannsson og Davíð Þór Viðarsson verða …
Ólafur Páll Snorrason, Atli Jóhannsson og Davíð Þór Viðarsson verða í eldlínunni í Evrópuleikjunum í kvöld. mbl.is/Ómar

FH og Stjarnan eiga stór verkefni fyrir höndum í kvöld. Í Hafnarfirði og Garðabæ verður tekið á móti Neman Grodno frá Hvíta-Rússlandi og Motherwell frá Skotlandi og í báðum tilvikum eiga íslensku liðin fína möguleika á að slá út andstæðinga sína og komast í 3. umferð Evrópudeildar UEFA.

FH náði jafntefli gegn Neman í Hvíta-Rússlandi í síðustu viku, 1:1, þrátt fyrir að vera manni færri hálfan síðari hálfleikinn.

Stjarnan náði jafntefli gegn Motherwell í Skotlandi, 2:2, þrátt fyrir að hafa verið 2:0 undir eftir aðeins tuttugu mínútna leik.

Bæði íslensku liðin skoruðu dýrmæt mörk á útivelli sem gætu ráðið úrslitum þegar upp verður staðið í kvöld.

Í fyrra náðist besti árangur íslenskra liða í Evrópukeppni frá upphafi en þá gerðist það í fyrsta sinn að öll fjögur liðin slógu út mótherja sína í fyrstu umferð og tvö náðu að spila í þremur umferðum.

Með því að fara áfram í Meistaradeild Evrópu lék FH í 3. umferðinni þar og í framhaldi af því í 4. umferð Evrópudeildarinnar þar sem liðið tapaði fyrir Genk í úrslitaleikjum um sæti í riðlakeppninni.

Nú fá FH og Stjarnan góð tækifæri til að komast í 3. umferð Evrópudeildarinnar. Möguleikar FH ættu að vera meiri en miðað við fyrri leikinn gegn Neman, sem er í áttunda sæti í Hvíta-Rússlandi um þessar mundir, virðist FH vera með sterkara lið og þarf nú að fylgja þessu eftir og nýta heimavöllinn til þess að klára dæmið.

Sjá nánar fréttaskýringu um Evrópuleikina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert