Andri kominn aftur til ÍBV

Andri Ólafsson við undirskriftina í dag.
Andri Ólafsson við undirskriftina í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Andri Ólafsson, fyrrverandi fyrirliði Eyjamanna í knattspyrnunni, er kominn aftur í raðir ÍBV eftir fjarveru í hálft annað ár.

Andri hefur leikið með Grindavík í 1. deildinni það sem af er þessu tímabili. Hann gekk í raðir KR-inga fyrir tímabilið 2013 en missti af því öllu vegna meiðsla.

Andri er 29 ára gamall miðjumaður og spilaði alla tíð með ÍBV þar til hann gekk í KR. Hann á að baki 135 leiki með félaginu í efstu deild, er áttundi leikjahæstur í sögu ÍBV í deildinni, og hefur skorað 20 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert