McCall: Ekki vandræðalegt

Stuart McCall í leiknum í kvöld.
Stuart McCall í leiknum í kvöld. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

„Við hefðum átt að klára leikinn í stöðunni 2:1. Við skutum okkur sjálfa í fótinn með enn annari vítaspyrnu sem við fáum á okkur. Við fengum tvö eða þrjú mjög góð færi en klúðruðum þeim“ sagði Stuart McCall þjálfari Motherwell afar dapur í bragði við blaðamenn eftir tap liðsins gegn Stjörnunni 3:2 í framlengdum leik en Stjarnan komst áfram gegn skoska úrvaldsdeildarliðinu í kvöld samanlagt 5:4.

Aðspurður hvort honum finnist tapið vandræðalegt svarar hann neitandi.

„Nei þetta er ekki vandræðalegt. Þeir hafa einungis tapað einum leik í síðustu sextán. Við hefðum samt átt að vinna báða leikina,“ sagði Stuart McCall.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert