Ösp/Nes fékk silfur á Gothia Cup

Íþróttafélögin Ösp og Nes sendu sameiginlegt lið á Gothia Cup, stóra unglingamótið í knattspyrnu sem lauk í Gautaborg í síðustu viku. Það stóð sig með miklum sóma og fékk silfurverðlaun í sínum flokki á mótinu eftir að hafa unnið sinn riðil og fengið bikar fyrir það.

Ösp/Nes keppti í flokki sem var kenndur við Kim Källström, þann þekkta sænska knattspyrnumann. Liðið vann þrjá leiki og gerði eitt jafntefli í riðlakeppninni, sigraði þá sænsku liðin Johannesberg 3:2, Husqvarna 8:3 og Grunden 7:1 en gerði jafntefli við lettneska liðið Special Olympics Latvia.

Ösp/Nes og Lettarnir mættust síðan í úrslitaleik mótsins og þar hafði lettneska liðið betur, 2:1.

Myndirnar hér að ofan voru teknar af leikmönnum liðsins á mótinu og við verðlaunaafhendinguna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert