Íslenski boltinn í beinni - föstudagur

Úr leik Breiðabliks og Stjörnunnar síðasta þriðjudag.
Úr leik Breiðabliks og Stjörnunnar síðasta þriðjudag. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Í kvöld fara fram tveir leikir í íslenska boltanum sem við fylgjumst með. Breiðablik og Stjarnan mætast í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu og þá fer einn leikur fram í 1. deild karla þegar Selfoss tekur á móti Víkingi Ólafsvík. Fylgst er með þessu öllu í beinu lýsingunni ÍSLENSKI BOLTINN Í BEINNI hér á mbl.is.

Breiðablik og Stjarnan mætast í kvöld í annað sinn á fjórum dögum en liðin áttust við í Pepsi-deildinni á þriðjudag. Þar hafði Stjarnan betur í hörkuleik 1:0 þar sem eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu Hörpu Þorsteinsdóttur. Sigurliðið mætir Selfossi í úrslitaleiknum.

Ætli Ólsarar sér að vera áfram í toppbaráttu 1. deildar karla þurfa þeir að sigra Selfoss í kvöld. Selfyssingar þurfa hins vegar á sigri að halda til að fjarlægjast botnbaráttuna enn frekar.

Leikir kvöldsins:

Borgunarbikar kvenna, undanúrslit:
19.15 Breiðablik - Stjarnan

1. deild karla
19.15 Selfoss - Víkingur Ó.

Staðan: Leiknir R. 27, ÍA 24, Þróttur 24, HK 21, KA 20, Víkingur Ó. 19, Haukar 17, Selfoss 15, KV 14, BÍ/Bolungarvík 14, Grindavík 13, Tindastóll 3.

Til að fylgjast með öllu sem gerist alls staðar, smellið á ÍSLENSKI BOLTINN Í BEINNI.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert