Magnús: „Meiri ógnun í liðinu“

Patrick Pedersen skoraði fyrir Val og sækir hér að marki …
Patrick Pedersen skoraði fyrir Val og sækir hér að marki Keflavíkur. Ljósmynd/Víkurfréttir

Valsmenn unnu góðan útisigur gegn Keflavík í kvöld, 2:1, í Pepsi-deild karla í knattspyrnu og var þjálfari liðsins, Magnús Gylfason, að vonum kátur með úrslitin þegar mbl.is ræddi við hann eftir leik.

„Við höfum verið að spila allt í lagi í undanförnum leikjum, en höfum ekki verið að ógna andstæðingum okkar nægilega mikið. Mér fannst við hinsvegar ógna þeim allan tímann í kvöld og allt liðið að spila fínan fótbolta. Það var vissulega svekkjandi þegar þeir jöfnuðu, ekki síst vegna þess að markið þeirra var kolólöglegt að mér fannst, en ég vissi að ef við héldum bara áfram okkar leik þá ættum við góða möguleika á að jafna, enda sí-ógnandi í okkar sóknaraðgerðum. Daði gerði síðan vel í að skora, hann var áræðinn í þessum leik og ég var ánægður með hann. En það er slatti eftir af mótinu og við tökum bara einn leik í einu líkt og klisjan segir, “ sagði Magnús, glaður í bragði, að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert