Stefán Logi: Garðar laug að mér

„Þetta var náttúrulega afdrifaríkt. Mér fannst við komast betur inn í leikinn eftir að þeir fengu mark gefins. Þar átti klárlega að dæma hendi. Hann tekur boltann með sér og viðurkennir það sjálfur eftir markið. Svona er þetta bara í fótbolta. Stundum falla hlutirnir með manni og stundum ekki,“ sagði Stefán Logi Magnússon, markvörður KR, eftir 1:1-jafnteflið við Breiðablik í 13. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld.

Stefán Logi fékk rautt spjald í leiknum fyrir brot á Elfari Árna Aðalsteinssyni og var allt annað en sáttur við spjaldið. „Ég hitti ekki boltann og Aron [Bjarki Jósepsson] var með boltann svona þannig séð og Blikinn hleypur inn í mig. Mér fannst þetta aldrei vera rautt, því miður. En mér sárnaði bara meira að Garðar hreinlega laug að mér og sagðist hafa talað við línuvörðinn, en línuvörðurinn var nýbúinn að tala við mig og sagðist ráða engu um þetta því Garðar réð þessu og þeir voru ekki búnir að tala saman,“ sagði Stefán Logi meðal annars í viðtali eftir leikinn.

Viðtalið við Stefán Loga Magnússon má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert