Dagný og Thelma Björk kveðja í kvöld

Selfyssingar hafa leikið vel í sumar.
Selfyssingar hafa leikið vel í sumar. mbl.is/Kristinn

Þrír lykilmenn spila sinn síðasta leik með Selfossi í Pepsi-deild kvenna í kvöld þegar liðið mætir Þór/KA. Þær Dagný Brynjarsdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir snúa aftur til Bandaríkjanna í lok vikunnar þar sem þær eru í námi, og Celeste Boureille fer sömu leið. Þetta staðfesti Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari liðsins, í samtali við Morgunblaðið.

Selfoss leikur til úrslita í bikarkeppninni í lok ágúst og Gunnar segir ólíklegt að þær gætu flogið heim í leikinn.

„Það eru reglur í háskólaboltanum úti að þær megi ekki taka þátt í öðru verkefni á meðan deildin þar er í gangi, þær gætu misst keppnisréttinn. Allt þarf að fara í gegnum nefndir og slíkt sem er erfitt, svo það eru litlar líkur og hverfandi ef eitthvað er, en við reynum,“ sagði Gunnar sem ætlar ekki að styrkja liðið í kjölfarið. „Þeir leikmenn sem hafa setið fyrir utan taka við þessum hlutverkum.“

Rætt er við Guðmundu Brynju Óladóttur fyrirliða Selfoss um gengi liðsins það sem af er sumri í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert