Indriði: Þarf að sanna hvað ég get

Indriði Áki með Heimi Guðjónssyni, þjálfara FH í dag.
Indriði Áki með Heimi Guðjónssyni, þjálfara FH í dag. Mynd/FHingar.net

Indriði Áki Þorláksson gekk til liðs við FH-inga í dag frá Völsurum og gerir Indriði þriggja ára samning við Hafnarfjarðarliðið. Indriði er sáttur með þetta skref á ferlinum.

„Ég er mjög sáttur. Ég held að þetta sé mjög góður staður fyrir mig að fara á,“ sagði Indriði þegar mbl.is náði tali af honum í dag.

Indriði býst hins vegar ekki við að fara beint í byrjunarlið FH.

„Nei ég býst nú ekki við því. Ég verð að vinna mig inn í þetta. Það er fínt að fá svona ferska byrjun, ég þarf bara að sanna hvað ég get. Ég mun fá sénsinn og ég þarf að sanna það á æfingum að eigi eitthvað í þetta lið“ sagði Indriði sem verður ekki löglegur með FH í Evrópukeppninni gegn Elfsborg þar sem FH skilaði inn leikmannahópnum síðastliðinn sunnudag.

Indriði Áki Þorláksson og Jón Ragnar Jónsson (nr. 16) eru …
Indriði Áki Þorláksson og Jón Ragnar Jónsson (nr. 16) eru orðnir liðsfélagar. Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert