Jimenez á förum frá Ólafsvíkingum

Ólafsvíkingar í leik gegn KV í sumar.
Ólafsvíkingar í leik gegn KV í sumar. mbl.is/Ómar

Spænski bakvörðurinn Samuel Jimenez er á förum frá Víkingum í Ólafsvík eftir ársdvöl á Snæfellsnesinu og spilar sinn síðasta leik þegar Víkingarnir mæta ÍA í fjórtándu umferð 1. deildarinnar í knattspyrnu annað kvöld.

Jimenez kom til Ólafsvíkinga á miðju sumri í fyrra og spilaði með þeim 10 leiki í úrvalsdeildinni og hann hefur verið fastamaður hjá þeim í sumar.

Frá þessu er greint á vef Víkings og fram kemur að hann fari heim af persónulegum ástæðum. Víkingar hafa þegar fengið landa hans, Alejandro Vivancos, til að leysa hann af hólmi en Vivancos hefur tekið þátt í tveimur síðustu leikjum liðsins í 1. deildinni.

Þjóðverjinn Denny Herzig er einnig farinn frá Ólafsvíkingum en hann spilaði aðeins þrjá leiki með liðinu í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert