Leikbann Doumbia staðfest

Kassim Doumbia í barátttunni fyrr í sumar.
Kassim Doumbia í barátttunni fyrr í sumar. mbl.is/Styrmir Kári

Áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti í dag úrskurð Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ um leikbann Kassims Doumbia varnarmanns FH í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Doumbia var vikið af velli í leik Breiðabliks og FH í síðustu viku og reif í hendi dómarans eftir að rauða spjaldið fór á loft. Fyrir það fékk Doumbia þriggja leikja bann.

FH áfrýjaði til áfrýjunardómstóls KSÍ með von um að bannið yrði stytt niður í tvo leiki. Í úrskurði dómstólsins segir meðal annars:

Ekkert fram komið í máli þessu, sem gefur tilefni til að efast um hæfi einstakra nefndarmanna
í aga- og úrskurðarnefnd við meðferð málsins. Verður úrskurður nefndarinnar því ekki ógiltur.
Ekkert er heldur fram komið sem gefur tilefni til að milda leikbann það, sem aga- og
úrskurðarnefnd ákvað. Hinn kærði úrskurður aga- og úrskurðarnefndar um þriggja leikja bann Kassim Doumbia er því staðfestur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert