Stefnan er enn sett á atvinnumennsku

Ragnar Leósson í baráttu um boltann gegn Víkingi.
Ragnar Leósson í baráttu um boltann gegn Víkingi. mbl.is/Eggert

„Þetta var rosalega dýrmætt. Það er búið að ganga svona upp og ofan hjá okkur í sumar. Við byrjuðum vel og svo kom einhver þurrkur í okkur, ég veit ekki hvað olli því,“ sagði Fjölnismaðurinn Ragnar Leósson þegar blaðamaður heyrði í honum í gær, en hann er leikmaður 13. umferðar að mati Morgunblaðsins. Ragnar átti afbragðsleik í 4:1-sigri Fjölnis á Þór á sunnudag, en sigurinn var sá fyrsti síðan 8. maí þegar Þórsarar lágu einmitt í valnum í 2. umferð.

„Það hefur verið eitthvert einbeitingarleysi. Við vorum að tapa leikjum á síðustu mínútum eins og gegn Stjörnunni og misstum niður forystu gegn Fylki, en við vorum tilbúnir að klára þetta. Við vorum búnir að vinna þá áður í sumar og höfðum loksins trú á sigrinum held ég, það breytti miklu,“ sagði Ragnar, sem átti þátt í þremur af fjórum mörkum liðsins. Hann er að spila sitt fyrsta heila tímabil í Grafarvoginum og segir markmið nýliðanna hafi verð skýr fyrir mótið.

Nánar er rætt við Skagamanninn Ragnar Leósson, leikmann Fjölnis í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag og þar er ennfremur birt úrvalslið blaðsins í 13. umferðinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert