Víkingar semja líklega við Búlgarana

Ólafur Þórðarson er þjálfari Víkings R.
Ólafur Þórðarson er þjálfari Víkings R. mbl.is/Ómar

Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkinga, gerir ráð fyrir því að semja við tvo búlgarska leikmenn sem hafa verið á æfingum með liðinu undanfarna daga. Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Iliyan Garov sem er 30 ára sóknarmaður og Ventsislav Ivanov, 32 ára varnarmaður.

„Það er erfitt að segja hversu góðir þeir eru þar sem við náum ekki að skoða þá í leik en þeir munu örugglega styrkja okkar hóp,“ sagði Ólafur við blaðamann í gær.

Víkingar hafa spilað frábærlega í sumar en missa í ágúst þrjá leikmenn sem eru á leið til útlanda í háskólanám, þá Halldór Smára Sigurðsson, Tómas Guðmundsson og Arnþór Inga Kristinsson. Þeir Halldór Smári og Arnþór hafa spilað vel með Víkingum í sumar en Tómas hefur verið að glíma við meiðsli en skoraði þó í 3:0 sigri Víkinga á Fram um helgina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert