Keflavík í úrslit eftir vítaspyrnukeppni

Hvorugu liðanna tókst að skora í venjulegum leiktíma og framlengingu …
Hvorugu liðanna tókst að skora í venjulegum leiktíma og framlengingu en Keflavík vann í vítaspyrnukeppni. Ljósmynd/Víkurfréttir

Haraldur Freyr Guðmundsson skaut Keflavík áfram í úrslitaleik Borgunarbikarsins í knattspyrnu þegar hann þrumaði boltanum efst í hægra markhornið úr lokavíti vítaspyrnukeppni liðsins við Víking R. á Nettóvellinum í kvöld. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og framlengingu en Keflavík vann 4:2 í vítaspyrnukeppninni.

Fyrri hálfleikur var ansi daufur en Frans Elvarsson átti þrumuskot af löngu færi sem fór rétt framhjá markvinklinum. Víkingar voru nærri því að komast yfir á 60. mínútu þegar Dofri Snorrason og Aron Elís Þrándarson léku vel á milli sín en skot Dofra fór rétt framhjá.

Hvorugu liðinu tókst að skora í venjulegum leiktíma og því varð að grípa til framlengingar. Þar tóku liðin litla áhættu og því var lítið sem ekkert um góð færi.

Í vítaspyrnukeppninni skoruðu Jóhann B. Guðmundsson, Bojan Stefán Ljubicic, Elías Már Ómarsson og Haraldur fyrir Keflavík, en Kristinn J. Magnússon og Ívar Örn Jónsson fyrir Víkinga. Igor Taskovic þrumaði í þverslá og yfir, og Aron Elís Þrándarson átti laust skot sem Jonas Sandqvist varði. Sindri Snær Magnússon var sá eini sem klúðraði víti fyrir Keflvíkinga en hann skaut yfir markið.

Auk bikarleiksins fer meðal annars fram heil umferð í 1. deild karla í knattspyrnunni hér heima. Hægt er að fylgjast með gangi mála í leikjunum og sjá fróðleik þeim tengdan með því að smella á ÍSLENSKA BOLTANN Í BEINNI.

Keflavík 4:2 Víkingur R. opna loka
120. mín. Leik lokið Þá er komið að vítaspyrnukeppni fyrst liðin náðu ekki að útkljá þetta í framlengingu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert