Óli Þórðar: Áttu ekki skilið að fara áfram

Ólafur Þórðarson í kvöld.
Ólafur Þórðarson í kvöld. Ljósmynd/Víkurfréttir

„Þetta var bara ömurlegur leikur upphafi til enda. Hvorugt liði var í raun og veru að gera neitt í þessum leik. Veðrið hafði mikil áhrif á leikinn, en það er engin afsökun og við eigum að gera mikið betur en þetta,“ sagði Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings að loknum undanúrslitaleik Keflavíkur og Víkings á Nettó-vellinum í Keflavík í kvöld. Keflavík vann leikinn eftir vítaspyrnukeppni og Víkingar sitja því sárir eftir.

„Það er alltaf grimmt þegar úrslit ráðast í vítaspyrnukeppnum en þess þarf þegar úrslit ráðast ekki í 120 mínútna leiktíma og það hefði líklega engu breytt ef dómarinn hefði bætt við aukalega 120 mínútum, við hefðum líkega ekki skorað samt á þeim tíma,“ sagði Ólafur við mbl.is.

„Við höfum verið að spila ágætlega í deildinni en það gefur okkur bara ekkert þegar komið er í aðra keppni, við ætluðum okkur í úrslit í bikarnum en áttum bara ekki skilið að fara áfram miðað við þessa frammistöðu í kvöld.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert