Skýr skilaboð Blika sem hafa ekki gefið upp von

Hildur Sif Hauksdóttir reynir fyrirgjöf í leiknum gegn Fylki í …
Hildur Sif Hauksdóttir reynir fyrirgjöf í leiknum gegn Fylki í gærkvöld. mbl.is/Árni Sæberg

„Bara ef Stjarnan væri ekki með svona gríðarlega yfirburði, þá væri þetta frábær deild.“ Þetta heyrði ég útundan mér á Kópavogsvelli í gær þegar Breiðablik og Fylkir áttust við í Pepsi-deild kvenna, en heil umferð fór fram í gærkvöldi. Það má alveg taka undir þessi orð, því Íslandsmeistararnir virðast óstöðvandi, unnu sinn tíunda leik í röð og hafa átta stiga forystu á toppnum. En þar fyrir neðan er blóðug barátta um hvert stig.

Það sáu það allir sem voru á Kópavogsvelli í gærkvöldi, og þeir voru fáir, að mikið var í húfi fyrir bæði lið. Eitt stig var á milli þeirra fyrir leikinn og þar sem annað sætið var undir var sigur það eina í stöðunni, ekki síst þar sem enn er að minnsta kosti hægt að stríða Stjörnunni. Bæði höfðu þau líka mikið að sanna eftir að hafa dottið úr leik í undanúrslitum bikarsins í síðustu viku og það var ljóst hvort liðið hafði hrist það betur af sér.

Sjá nánari umfjöllun í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert