Heimir: Vorum ekki nógu skynsamir

Steven Lennon skoraði mark FH og sækir hér að leikmanni …
Steven Lennon skoraði mark FH og sækir hér að leikmanni Elfsborg. Ljósmynd/Patrik Skoglöw

„Við vorum mjög góðir í fyrri hálfleik. Við héldum þeim vel í skefjum og beittum skyndisóknum og fengum ágætis möguleika, áttum t.d. skot í slá,“ sagði Heimir Guðjónsson við mbl.is eftir 4:1 tap FH-liðsins í 3. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA í knattspyrnu gegn sænska úrvalsdeildarliðinu Elfsborg.

FH missti leikinn úr höndunum síðustu 20 mínúturnar þar sem liðið fékk á sig þrjú mörk eftir að hafa komið sér í góða stöðum með jöfnunarmarki Steven Lennon á 62. mínútu.

„Við vorum ekki nógu skynsamir síðustu 15, 20 mínúturnar. Það var óþarfi að tapa þessu 4-1. Það var klaufalegt af jafnreyndu liði FH að missa þennan leik úr höndunum síðustu 20 mínúturnar,“ sagði Heimir Guðjónsson, en síðari leikurinn fer fram eftir viku í Hafnarfirði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert