Stjarnan hélt út og vann Lech Poznan

Stjörnumenn fagna sigurmarki sínu.
Stjörnumenn fagna sigurmarki sínu. mbl.is/Styrmir Kári

Stjarnan vann gríðarlega sterkan heimasigur gegn pólska liðin Lech Poznan í kvöld á Samsung-vellinum í Garðabæ í fyrri leik liðanna í 3. umferð Evrópudeildar UEFA í knattspyrnu. Stjarnan vann leikinn 1:0.

Stjarnan mátti hafa fyrir hlutunum í fyrri hálfleik þar sem liðsmenn Lech Poznan sóttu þungt á Garðbæinga. Stjörnunni tókst þó að halda hreinu í fyrri hálfleik og í upphafi þess seinni skoraði Daninn Rolf Toft í autt markið hjá Lech Posznan eftir mistök Jasmin Buric markvarðar pólska liðsins.

Stjarnan varðist fimlega út leikinn, hélt út og vann að lokum mikilvægan 1:0-sigur.

Liðin mætast á ný næsta fimmtudag, þá í Póllandi, en liðið sem hefur betur samanlagt úr leikjunum tveimur kemst í 4. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar, en liðin sem komast upp úr 4. umferðinni leika í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Hægt er að fylgj­ast með ÍSLENSKA BOLT­AN­UM Í BEINNI til að sjá ým­is­legt tengt leikn­um sem og leik Stjörnunnar í sömu keppni og bikarleik ÍBV og KR, auk frétta af fé­laga­skipt­um á þessum síðasta degi fé­laga­skipta­glugg­ans.

Stjarnan 1:0 Lech Poznan opna loka
90. mín. Pólskur stuðningsmaður var allt í einu mættur inn á völlinn í Garðabænum. Gæslu ábótavant og Stjarnan á líklega yfir höfði sér sekt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert