Vorkunn hjálpar engum

„Ef þetta hefði gerst aðeins neðar og ökklinn farið með þá hefði ég aldrei komið af fullum krafti til baka,“ sagði Samuel Lee Tillen, enski bakvörðurinn í liði FH, á nánast lýtalausri íslensku þegar blaðamaður settist með honum yfir kaffibolla í Hafnarfirði í gær á sólríkum eftirmiðdegi. Hann var þá nýkominn af hlaupaæfingu og er óðum að ná fyrri styrk eftir að hafa brotnað illa á sköflungi á undirbúningstímabilinu.

„Ég lærði það þegar ég var yngri og lenti í meiðslum að ég þyrfti að byrja strax að styrkja mig. Ef maður slappar af í langan tíma er miklu erfiðara að koma sér af stað. Ég fór snemma að hjóla og slíkt og var lengi að hlaupa í vatni, sem er erfiðara en það hljómar. Púlsinn fór á flug og það hélt mér svolítið í formi á meðan ég gat ekki hlaupið. Það var svolítið pínlegt samt að sjá alla gömlu karlana synda framhjá mér,“ sagði Tillen og brosti.

Það var strax ljóst að hann yrði lengi frá en sjálfur setti hann alltaf stefnuna á að spila í sumar, sama hvað það kostaði. „Það er enn á áætlun, ég hef verið að hlaupa og fæ vonandi að sparka í bolta eftir helgi. Ef ég spila í sumar er það mikill sigur fyrir mig, en um leið og ég mátti þá fór ég að byrja að lyfta og halda mér við, þó það sjáist kannski ekki á mér,“ sagði Tillen og hló, en hann vildi ekki gera mikið úr sínum aðstæðum þó hann hafi verið svekktur að meiðast svo illa.

Sjá ítarlegt viðtal við Tillen í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert