Þetta var ógeðslega vont

Rúna Sif Stefánsdóttir var stoðsendingadrottning Pepsi-deildar í fyrra.
Rúna Sif Stefánsdóttir var stoðsendingadrottning Pepsi-deildar í fyrra. mbl.is/Ómar

Rúna Sif Stefánsdóttir, miðjumaður Íslandsmeistara Stjörnunnar í knattspyrnu, leikur hugsanlega ekki meira með Garðabæjarliðinu á þessu tímabili. Hún fótbrotnaði um síðustu helgi og verður frá keppni næstu 4-6 vikurnar hið minnsta. Hún gæti samt mögulega náð síðustu leikjum Pepsi-deildarinnar og leikjunum í Meistaradeildinni í haust.

„Þetta var allt hálfklaufalegt. Við vorum í fyrirgjafakeppni á æfingu og mér tókst einhvern veginn að misstíga mig, detta yfir markvörðinn og fótbrjóta mig. Ég var bara algjör klaufi,“ sagði Rúna Sif, nokkuð létt í bragði við Morgunblaðið í gær.

Sjá nánari umfjöllun um lið meistaranna í íþróttablaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert