Stjörnubjart í Evrópu

Fyrirliðinn Michael Præst og félagar vörðust fimlega í leiknum í …
Fyrirliðinn Michael Præst og félagar vörðust fimlega í leiknum í gær og unnu magnaðan sigur. mbl.is/Styrmir Kári

Það virðist ekkert lát á frábæru gengi Stjörnunnar í Garðabæ í sumar. Meistaraflokkur karla hefur aðeins tapað einum leik í sumar sem var gegn Þrótti R. í bikarnum og meistaraflokkur kvenna aðeins tapað einum leik sem var í fyrstu umferð Íslandsmótsins.

Karlaliðið hélt áfram að mála Evrópudeild UEFA sínum lit í gærkvöld þegar pólska félagið Lech Poznan lá á teppinu í Garðabænum, 1:0, þar sem Daninn Rolf Toft skoraði sigurmark leiksins snemma í seinni hálfleik.

Það lá reyndar þungt á Stjörnunni allan leikinn, því Pólverjarnir áttu margar þungar sóknir sem vel skipulögð vörn Stjörnunnar varðist fimlega aftur og aftur.

Öflugir á miðjunni

Michael Præst, Pablo Punyed og Atli Jóhannsson voru gríðarlega duglegir á miðjunni hjá Stjörnunni og stoppuðu nokkrar sóknir í fæðingu þar með miklum baráttuvilja. Sigur og að halda hreinu hlýtur að teljast afar sterkt fyrir Stjörnumenn en þeirra bíður þó erfiður leikur á útivelli í Póllandi næsta fimmtudag. 

Sjá nánari umfjöllun um leikinn, og hugsanlega sekt vegna óláta stuðningsmanns pólska liðsins, í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert