Hvað gera KR og FH?

Rúnar Kristinsson og Heimir Guðjónsson. Lið þeirra verða í eldlínunni …
Rúnar Kristinsson og Heimir Guðjónsson. Lið þeirra verða í eldlínunni í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lokaleikirnir í 16. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu fara fram í kvöld. FH-ingar taka á móti Keflvíkingum og með sigri endurheimtir FH toppsætið, en Stjarnan er þremur stigum á undan Hafnarfjarðarliðinu.

Keflvíkingar þurfa á stigum að halda, en þeir hafa sogast niður í fallbaráttuna eftir frekar dapurt gengi síðustu vikurnar.

Í Frostaskjólinu taka nýkrýndir bikarmeistarar KR-inga á móti Fjölnismönnum. Ekkert nema sigur dugar KR-ingum til að eygja möguleika á að blanda sér í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn en fyrir Fjölnismenn er leikurinn líka mjög mikilvægur, þar sem þeir berjast fyrir því að halda sér í Pepsi-deildinni eins og sex önnur lið eins og staðan er í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert