Stórliðið sigraði í Laugardalnum

Stjarnan og ítalska liðið Inter mættust í fyrri leiknum í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og var flautað til leiks á Laugardalsvellinum klukkan 21. Ítalska stórliðið sigraði 3:0 og leiðin í riðlakeppninni ætti að vera greið fyrir Ítalina en liðin mætast aftur á San Siro á fimmtudaginn í næstu viku.

Garðbæingar héldu aftur af ítalska liðinu lengst af í fyrri hálfleik en Mauro Icardi skoraði fyrsta mark leiksins á 41. mínútu eftir fyrirgjöf frá Dodo og braut ísinn. Dodo bætti við öðru marki á 48. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá Jonathan. Þriðja og síðasta markið kom á 89 en það skoraði varamaðurinn Ambrosio með hörkuskoti en þá voru Garðbæingar farnir að hætta sér framar á völlinn. 

Ólafur Karl Finsen komst næst því að skora fyrir Stjörnuna en Samir Handanovic varði gott skot hans á 84. mínútu. 

Stjarnan 0:3 Inter opna loka
90. mín. Inter fær hornspyrnu Uppbótartíma verður þrjár mínútur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert