Ævintýrið á enda

Stjörnumenn þakka fyrir hinn frábæra stuðning sem þeir fengu á …
Stjörnumenn þakka fyrir hinn frábæra stuðning sem þeir fengu á Laugardalsvelli í gærkvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Það þurfti ekkert minna en stórlið Inter til að fella Stjörnuna loks í frumraun sinni í Evrópudeildinni. Á ógleymanlegu kvöldi í sögu Garðabæjarliðsins sótti ítalska liðið 3:0-sigur í Laugardalinn fyrir seinni rimmuna á San Siro í næstu viku.

Galdrakarlarnir frá Mílanó sýndu fljótt að þeir hefðu lítinn áhuga á að ævintýri Stjörnumanna yrði eitthvað lengra. Þeir fóru sér reyndar að engu óðslega og sóttu ekki á mörgum mönnum gegn þéttri vörn Stjörnumanna, en í gegnum föst leikatriði sköpuðu þeir stórhættu þar sem fyrirliðinn Andrea Ranocchia fór fremstur í flokki og var Daníel Laxdal erfiður.

Stjarnan pakkaði auðvitað hreinlega í vörn, og ekki við öðru að búast, en eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn náðu Garðbæingar að hrista af sér taugatitringsfjötrana sem óhjákvæmilega fylgja því að spila stærsta leik lífs síns. Liðið náði örfáum spilköflum og varðist þess á milli fimlega.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert