Garðar: Aldrei fyrr spilað á fullum Laugardalsvelli

Garðar sækir að marki Inter í kvöld
Garðar sækir að marki Inter í kvöld mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta var ótrúlegt. Tíu þúsund manns á vellinum. Það er bara magnað. Ég hafði aldrei fyrr spilað á fullum Laugardalsvelli og þetta er því einn af hápunktunum á ferlinum en það verður ennþá flottara að fara inn á San Siro,“ sagði Garðar Jóhannsson einn reyndasti leikmaður Stjörnunnar þegar mbl.is spurði hann hvort leikurinn gegn Inter Mílanó í kvöld hafi verið einn af hápunktum ferilsins. 

Inter sigraði 3:0 en fyrsta markið kom rétt fyrir leikhlé eða á 41. mínútu. „Ég bjóst alveg við því að þeir yrðu meira með boltann og myndu sækja meira. Engu að síður var helvíti fúlt að fá á sig þetta fyrsta mark því það opnaði leikinn meira fyrir þá því við þurftum þá að reyna að sækja. Þá gengu þeir gengu bara á lagið. Við höfðum trú á því fyrir leikinn að við ættum möguleika, sérstaklega ef okkur tækist að halda markinu hreinu lengi. Í fyrri hálfleik leit lengi vel út fyrir að markalaust yrði í hléi og það var synd að fá á sig mark rétt fyrir leikhlé,“ sagði Garðar ennfremur við mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert