Farid Zato valinn í landsliðið

Farid Zato og félagar berjast um að komast í lokakeppni …
Farid Zato og félagar berjast um að komast í lokakeppni Afríkumótsins sem fram fer í Marokkó í janúar. mbl.is/Eggert

Farid Zato miðjumaður KR hefur verið valinn í landsliðshóp Tógó fyrir komandi leiki í undankeppni Afríkumótsins í knattspyrnu.

Tógó mætir Gíneu 5. september en sá leikur fer fram í Marokkó vegna ebólu-faraldursins í Gíneu. Tógó tekur svo á móti Gana á heimavelli þann 10. september en þetta eru fyrstu leikir liðsins í undankeppninni. 

Hlé er á Pepsi-deildinni á þessum tíma vegna landsleikja og því kemur Zato ekki til með að missa af leikjum með KR-ingum.

Zato lék sinn fyrsta landsleik í september í fyrra þegar Tógó vann sigur á Kongó, 2:1, í undankeppni HM.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert