Ólsarar gefast ekki upp í toppbaráttunni

Ólsarar unnu Tindastól í dag, 3:0.
Ólsarar unnu Tindastól í dag, 3:0. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

Víkingur frá Ólafsvík vann öruggan 3:0-útisigur á Tindastóli í lokaleik 18. umferðar í 1. deild karla í knattspyrnu þegar liðin mættust á Sauðárkróki í dag. Ólsarar fóru vel af stað og höfðu komust tveimur mörkum yfir eftir aðeins tíu mínútur.

Fyrst skoraði Joseph Spivack strax á 2. mínútu og Brynjar Kristmundsson bætti svo við öðru marki á 10. mínútu. Víkingur gerði svo endanlega út um leikinn með marki á 77. mínútu en því miður hafa ekki borist enn upplýsingar um hver skoraði þriðja markið.

Víkingur er eftir sigurinn í 3. sæti 1. deilar með 31 stig, fimm stigum frá Skagamönnum sem er í 2. sæti. Ólsarar halda því enn í vonina um að vinna sér á ný sæti í efstu deild.

Tindastóll er hins vegar áfram í botnsætinu í 1. deild með 15 stig og er fallinn um deild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert