Við erum sko hvergi nærri hættir

Kjartan Henry Finnbogason framherji KR-inga.
Kjartan Henry Finnbogason framherji KR-inga. mbl.is/Golli

Það er farið að styttast í annan endann á Pepsi-deild karla í knattspyrnu og á næstu vikum verður hatrömm barátta á toppi og botni deildarinnar.

Þó svo að staða FH og Stjörnunnar í toppsætunum sé góð eru Íslandsmeistararar KR-inga hvergi búnir að játa sig sigraða, en ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar KR eiga eftir að fá bæði FH og Stjörnuna í heimsókn í Frostaskjólið.

Margir knattspyrnuáhugamenn eru farnir að líta til lokaumferðarinnar, laugardaginn 4. október, en þá eigast við toppliðin tvö FH og Stjarnan á Kaplakrikavelli. Auðvitað dreymir marga um að þarna verði um hreinan úrslitaleik að ræða um Íslandsmeistaratitilinn en það á mikið eftir að gerast áður en þessi leikur fer fram og Rúnar Kristinsson, þjálfari KR-inga, sendi skýr skilaboð eftir sigur liðsins á móti Fjölni í vikunni um að KR ætli sér að vinna meistaratitilinn annað árið í röð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert