Strákarnir fengu brons á Ólympíuleikum ungmenna

Íslenska piltalandsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 15 ára og yngri var rétt í þessu að vinna til bronsverðlauna á Ólympíuleikum ungmenna sem fram fara í Nanjing í Kína. Ísland mætti Grænhöfðaeyjum í leiknum um bronsið í morgun.

Kolbeinn Birgir Finnsson kom Íslandi yfir úr vítaspyrnu á 14. mínútu og Torfi Tímoteus Gunnarsson tvöfaldaði forystuna á 40. mínútu. 2:0 í hálfleik.

Strax í upphafi síðari hálfleiks var staðan orðin 3:0 eftir sjálfsmark mótherja. Helgi Guðjónsson skoraði fjórða markið á 61. mínútu, og bronsverðlaun löngu komin í höfn. Lokatölur 4:0.

Lið Íslands í leiknum: Aron Birkir Stefánsson (M). Kristinn Pétursson (Sigurbergur Bjarnason 53.), Ísak Atli Kristjánsson, Aron Kári Aðalsteinsson (Hilmar Andrew McShane 71.), Torfi Tímoteus Gunnarsson (Gísli Þorgeir Kristjánsson 59.), Alex Þór Hauksson, Kolbeinn Birgir Finnsson, Jónatan Jónsson, Kristófer Ingi Kristinsson, Guðmundur Tryggvason, Helgi Guðjónsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert