U21 landsliðið sem mætir Armenum og Frökkum

Aron Elís Þrándarson er í liðinu.
Aron Elís Þrándarson er í liðinu. mbl.is/Eggert

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 landsliðs í knattspyrnu karla, hefur valið hópinn sem mætir Armenum og Frökkum í lokaleikjum riðlakeppni EM hjá U21 karla.

Leikið verður gegn Armenum á Fylkisvelli, miðvikudaginn 3. september og gegn Frökkum í Auxerre, föstudaginn 8, september. Ísland er í öðru sæti riðilsins og er gott sem öruggt með það sæti en það gefur möguleika á umspili. Þær fjórar þjóðir sem eru með bestan árangur af liðunum í öðru sæti riðlanna tíu, tryggja sér sæti í umspili.

Markmenn:
Rúnar Alex Rúnarsson, Nordsjælland
Frederik August Albrecht Schram, OB

Aðrir leikmenn:
Hörður Björgvin Magnússon, Cesena
Jón Daði Böðvarsson, Viking
Guðmundur Þórarinsson, Sarpsborg
Emil Atlason, KR
Arnór Ingvi Traustason, Norrköping
Andri Rafn Yeoman, Breiðabliki
Hólmbert Aron Friðjónsson, Celtic
Kristján Gauti Emilsson, NEC Nijmegen
Sverrir Ingi Ingason, Viking
Brynjar Gauti Guðjónsson, ÍBV
Emil Pálsson, FH
Hjörtur Hermannsson, PSV
Orri Sigurður Ómarsson, AGF
Árni Vilhjálmsson, Breiðabliki
Aron Elís Þrándarson, Víkingi
Ásgeir Eyþórsson, Fylki
Ólafur Karl Finsen, Stjörnunni
Elías Már Ómarsson, Keflavík

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert