Fjármálaráðherrann á San Síró í kvöld

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson mbl.is/Ómar Óskarsson

Fjármálaráðherrann Bjarni Benediktsson verður á meðal áhorfenda á San Síró-leikvanginum glæsilega í Mílanó í kvöld þegar Stjörnumenn mæta Inter í síðari viðureign liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Bjarni er Stjörnumaður í húð og hár og sjálfur lék hann í mörg ár með liðinu. Bjarni lék með meistaraflokki fyrst árið 1986 og spilaði til ársins 1994 en varð þá að hætta sökum meiðsla. Hann lék 128 leiki með Stjörnuliðinu í deild og bikar og skoraði í þeim 14 mörk en ráðherrann lék í stöðu miðvarðar og þótti harður í horn að taka.

Á milli 300 og 400 stuðningsmenn Stjörnunnar eru mættir til Mílanó til að hvetja sína menn en Stjarnan tapaði fyrri leik liðanna á Laugardalsvellinum, 3:0.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert