Gunnar: Væri til í vítaspyrnukeppni

„Það er frábær stemning í hópnum og við bíðum spennt eftir leiknum,“ sagði Gunnar Borgþórsson, þjálfari Selfoss, í samtali við mbl.is í aðdraganda bikarúrslitaleiks kvenna í knattspyrnu sem fram fer á Laugardalsvelli á morgun, en mótherjinn er lið Stjörnunnar.

Selfoss komst áfram eftir vítakeppni bæði í 8-liða úrslitum og undanúrslitum, og Gunnar er hvergi banginn ef svo færi á morgun.

„Við reiknum með að klára þetta á 90 mínútum en ég væri alveg til í vítaspyrnukeppni, það er alltaf spennandi og skemmtilegt,“ sagði Gunnar, en nánar er rætt við hann í meðfylgjandi myndskeiði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert