Inter sýndi yfirburðina

Anderson Hernanes og Atli Jóhannsson eigast við í leiknum á …
Anderson Hernanes og Atli Jóhannsson eigast við í leiknum á San Síró í gærkvöldi. AFP

„Eftir að hafa komið inn í klefann í hálfleik, 2:0 undir, þá langaði okkur bara til að skora mark. Þá fórum við að mæta þeim framarlega, sem þýddi að við vorum færri til að verjast þegar þeir sóttu hratt, og það nýttu þeir sér bara. Það skipti ekki öllu máli fyrir okkur hvort þetta færi 2:0 eða 6:0,“ sagði Arnar Már Björgvinsson Stjörnumaður eftir að Stjarnan féll úr leik í 4. og síðustu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í gærkvöld.

Eftir að Stjarnan hafði slegið út Bangor City frá Wales, Motherwell frá Skotlandi og Lech Poznan frá Póllandi, öll án þess að tapa leik, var ítalska stórliðið Inter hins vegar allt of góður andstæðingur fyrir Garðbæinga. Það grunaði þá sjálfsagt fyrir fram, og fengu staðfest á Laugardalsvelli í síðustu viku þar sem Inter vann 3:0. Inter vann svo 6:0 á San Siro í gærkvöldi, og einvígið samtals 9:0.

Staðan í hálfleik í gærkvöldi var 2:0 eftir að Króatinn Mateo Kovacic hafði farið afar illa með Stjörnumenn. Í seinni hálfleik opnuðust svo allar flóðgáttir en það var að hluta ákvörðun Stjörnumanna, sem vildu reyna sitt besta til að skora mark á þessum sögufræga leikvangi.

Sjá viðtalið við Arnar í heild sinni og umfjöllun um leikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert