Landsliðshópurinn gegn Tyrkjum

KR-ingurinn Haukur Heiðar Hauksson er nýliði í landsliðshóp Íslands.
KR-ingurinn Haukur Heiðar Hauksson er nýliði í landsliðshóp Íslands. mbl.is/Eggert

Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck landsliðsþjálfarar íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu kynntu nú rétt í þessu landsliðshóp Íslands fyrir leikinn gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli, 9. september í undankeppni Evrópumótsins 2016, en þetta verður fyrsti leikur Íslands í undankeppninni.

Alfreð Finnbogason er ekki valinn vegna meiðsla. Haukur Heiðar Hauksson, varnarmaður úr KR er nýliði í landsliðshópnum, Hörður Björgvin Magnússon hjá Cesena og Jón Daði Böðvarsson, Viking munu spila með U21 landsliði Íslands gegn Armeníu en koma svo inn í A-lansliðshópinn. Jón Daði á einn A-landsleik að baki en Hörður Björgvin engan. Þeir gætu þó mögulega spilað með 21 árs landsliðinu gegn Frakklandi og misst þá af A-landsleiknum gegn Tyrklandi. Það mun koma í ljós þegar nær dregur.

Þá er Ingvar Jónsson markvörður Stjörnunnar einnig í hópnum, en hann á engan landsleik að baki.

Auk Tyrklands, er Ísland í riðli með Hollandi, Tékklandi, Lettlandi og Kasakstan. Í máli Lars Lagerbäck kom fram á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag að yfirlýst markmið Íslands væri að ná öðru af tveimur efstu sætum riðilsins og vinna sér um leið þátttökurétt í lokakeppni EM 2016 í Frakklandi.

Um 6.000 miðar eru nú þegar seldir á leikinn gegn Tyrklandi, þar af um 700 mótsmiðar, sem gilda á alla heimaleiki Íslands í undankeppni EM 2016.

Landsliðshópur Íslands:

Markverðir:
Hannes Þór Halldórsson, Sandnes Ulf
Gunnleifur Gunnleifsson, Breiðabliki
Ingvar Jónsson, Stjörnunni

Varnarmenn:
Birkir Már Sævarsson, Brann
Ragnar Sigurðsson Krasnodar
Kári Árnason, Rotherham
Sölvi Geir Ottesen, Ural
Ari Freyr Skúlason, OB
Theódór Elmar Bjarnason, Randers
Hallgrímur Jónasson, SönderjyskE
Hörður Björgvin Magnússon, Cesena
Haukur Heiðar Hauksson, KR

Miðjumenn:
Aron Einar Gunnarsson, Cardiff
Emil Hallfreðsson, Hellas Verona
Helgi Valur Daníelsson, AGF
Jóhann Berg Guðmundsson, Charlton
Birkir Bjarnason, Pescara
Rúrik Gíslason, FC Köbenhavn
Gylfi Þór Sigurðsson, Swansea
Ólafur Ingi Skúlason, Zulte Waregem
Þórarinn Ingi Valdimarsson, ÍBV

Sóknarmenn:
Kolbeinn Sigþórsson, Ajax
Viðar Örn Kjartansson, Vålerenga
Jón Daði Böðvarsson, Viking Stavanger

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert