Vonast eftir metfjölda áhorfenda í bikarúrslitin

Breiðablik varð bikarmeistari í fyrra eftir sigur á Þór/KA, en …
Breiðablik varð bikarmeistari í fyrra eftir sigur á Þór/KA, en vonir standa til að áhorfendametið frá þeim leik verði slegið í ár. mbl.is/Árni

Vonir standa til að áhorfendamet verði slegið þegar Stjarnan og Selfoss mætast í úrslitaleik bikarkeppni kvenna í knattspyrnu á Laugardalsvelli á morgun.

Selfoss spilar til úrslita í fyrsta sinn og búist er við miklum fjölda áhorfenda frá Suðurlandi. „Það eru allir að taka þátt í þessu með okkur og það verða sætaferðir frá bæjarfélögunum í kring,“ sagði Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, við Morgunblaðið í gær.

Stjarnan vann bikarkeppnina í fyrsta sinn fyrir tveimur árum og vonast er til að þeir stuðningsmenn Stjörnunnar sem fóru til Ítalíu á leik karlaliðsins gegn Inter fjölmenni einnig á laugardag.

„Ég held þeir lendi seint á föstudag og ég býst ekki við neinu öðru en að þeir fjölmenni í stúkuna,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar.

Áhorfendametið var sett í úrslitaleik Breiðabliks og Þórs/KA fyrir ári, en þá voru 1.605 áhorfendur á leiknum. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert