Boðsmiði í titilbaráttu

Glaðbeittir leikmenn KR fagna bikarmeistaratitli á dögunum. Blanda þeir sér …
Glaðbeittir leikmenn KR fagna bikarmeistaratitli á dögunum. Blanda þeir sér alvarlega í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn á endasprettinum? mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

KR-ingar geta stimplað sig af alvöru inn í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Stjörnunni í Vesturbænum annað kvöld, þegar síðasta umferð Pepsi-deildar karla fyrir tveggja vikna landsleikjahlé fer fram.

Um er að ræða 18. umferð en efstu fjögur lið deildarinnar eiga leik til góða, og þar af leiðandi sex leikjum ólokið. Möguleikar KR-inga á því að verja titilinn sinn velta á því að liðið vinni þá leiki sem eftir eru. Sex stiga forskotið sem FH hefur á þá gefur ekki raunhæfan kost á öðru.

Og það má segja að lukkan leiki við KR-inga fyrir stórleikinn gegn Stjörnunni. Garðbæingar verða í miklum vandræðum með að stilla upp vörn sinni. Miðvörðurinn Martin Rauschenberg, sem leikið hefur alla leiki tímabilsins, og bakvörðurinn Niclas Vemmelund, taka báðir út leikbann. Garðar Jóhannsson meiddist í leiknum gegn Inter í Mílanó í fyrrakvöld, og fyrir voru þeir Michael Præst og Jóhann Laxdal á meiðslalistanum. Þá verða Stjörnumenn nýkomnir heim frá Mílanó eftir Evrópuævintýri sitt en þeir fengu ekki flug heim fyrr en í dag. Gjörið svo vel, KR-ingar. Þetta er boðskort í titilbaráttuna.

Fjallað er um væntanlega leiki í 19. umferð Pepsi-deildarinnar í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert