EM í Frakklandi markmiðið

Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfarar í knattspyrnu karla.
Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfarar í knattspyrnu karla. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Markmið Íslands í undankeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu 2016 er skýrt: Að komast í lokakeppnina í Frakklandi sumarið 2016. Þar verða 24 þjóðir, en á síðustu Evrópumótum hafa 16 lið att kappi.

Til að komast á EM þarf Ísland að enda í fyrsta eða öðru sæti í sínum riðli í undankeppni EM, en andstæðingar Íslands í undankeppninni eru Hollendingar, Tékkar, Tyrkir, Lettar og Kasakkar. Eitt lið með bestan árangur í 3. sæti riðla undankeppninnar fær svo líka beinan þátttökurétt á EM í Frakklandi, en hin liðin átta sem lenda í 3. sæti fara í umspil um laust sæti á EM.

Möguleikarnir á því að Ísland komist á EM eru því fyrir hendi og ferðin til Frakklands hefst á Laugardalsvelli 9. september klukkan 18.45 þar sem Ísland tekur á móti Tyrkjum.

„Þetta er sterkt lið sem við byrjum á, en að stimpla sig inn með sigri á svona liði getur gefið okkur mikið í framhaldinu,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, þegar íslenski landsliðshópurinn fyrir leikinn gegn Tyrklandi var kynntur í gær.

Nánar er fjallað um valið á íslenska landsliðinu í íþróttblaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert