Stjarnan rígheldur í titilvonirnar

Markaskorararnir Veigar Páll Gunnarsson og Aron Bjarki Jósepsson eigast við …
Markaskorararnir Veigar Páll Gunnarsson og Aron Bjarki Jósepsson eigast við í leiknum í kvöld. mbl.is/Golli

Stjarnan rígheldur í vonina um að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil karla í knattspynru eftir mikilvægan 3:2-útisigur á KR í 18. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Stjarnan er með 39 stig í 2. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði FH sem hefur 41 stig í 1. sætinu. Að sama skapi eru möguleikar KR á að verja Íslandsmeistaratitlnum að segja má úr sögunni. KR hefur 32 stig í 3. sæti.

KR-ingar voru ákveðnari fyrsta hálftímann og náðu verðskuldaðri forystu þegar varnarmaðurinn Aron Bjarki Jósepsson skoraði á 19. mínútu. Stjörnumenn komust þó betur og betur inn í leikinn og jöfnuðu á 61. mínútu þegar Veigar Páll Gunnarsson skoraði með skalla.

Aðeins átta mínútum síðar var Stjarnan komin yfir með marki Ólafs Karls Finsen. Forysta Stjörnunnar stóð þó ekki lengi því Óskar Örn Hauksson jafnaði í 2:2 fyrir KR á 76. mínútu með föstu skoti inn í vítateignum.

Eftir það dró af Stjörnumönnum, en þeir náðu þó snarpri skyndisókn á 88. mínútu þar sem Rolf Toft og komst einn gegn markverði, renndi boltanum fyrir fætur Ólafs Karls Finsen sem skoraði í autt markið og tryggði Stjörnunni 3:2-sigur.

Þá má fylgjast með öllum leikjum kvöldsins í ÍSLENSKI BOLT­INN Í BEINNI hér á mbl.is

KR 2:3 Stjarnan opna loka
90. mín. Leik lokið Leik lokið með 3:2-útisigri Stjörnunnar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert