FH-ingar settu í fimmta gír

FH-ingurinn Ingimundur Níels Óskarsson reynir að komast framhjá Mark Magee …
FH-ingurinn Ingimundur Níels Óskarsson reynir að komast framhjá Mark Magee í Fjölni í gær. mbl.is/Golli

Ég spáði því fyrir Íslandsmótið að FH-ingar myndu hampa Íslandsmeistaratitlinum og að nýliðar Fjölnis myndu kveðja Pepsi-deildina. Eftir 4:0 sigur FH-inga á Fjölnismönnum í gærkvöld er ég enn sömu skoðunar.

FH-ingar eru sem fyrr í toppsæti deildarinnar, tveimur stigum á undan grönnum sínum í Stjörnunni og það aukast líkur á að liðin mætist í hreinum úrslitaleik á Kaplakrika í lokaumferð deildarinnar. Fjölnismenn hafa verið í kringum fallsætið í mest allt sumar en eftir úrslit leikjanna í gær eru nýliðarnir komnir niður fyrir strikið og þeirra bíður þungur róður í lokaumferðunum til að halda sæti sínu í deildinni.

Fjölnismenn hefðu vel getað verið yfir eftir fyrri hálfleikinn. Þeir gáfu FH-ingum ekkert eftir og beittu góðum skyndisóknum á meðan FH-ingar voru hægir í sínum aðgerðum og hálf værukærir. Heimir Guðjónsson hefur sennilega tekið netta hárþurrku-ræðu í hálfleiknum því allt annar bragur var á leik FH-liðsins í seinni hálfleik. Skilaboð þjálfarans voru greinilega þau að keyra upp hraðann og það gerðu leikmenn hans svo sannarlega. Á 20 mínútna kafla jörðuðu FH-ingar gesti sína úr Grafarvoginum sem sáu ekki til sólar í 45 mínútur.

Nánari umfjöllun um leik FH og Fjölnis má finna í átta síðna íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert