Fjórði titillinn á fjórum árum

Stjarnan varð bikarmeistari um helgina.
Stjarnan varð bikarmeistari um helgina. mbl.is/Golli

Stjarnan er langbesta liðið í knattspyrnu kvenna í ár og það var undirstrikað í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli um helgina. Jafnvel í úrslitaleik þar sem liðið nær sér illa á strik, gegn óhemju baráttuglöðum andstæðingum, tekst Stjörnukonum að vinna 4:0-sigur sem aldrei nokkurn tímann var í einhverri hættu.

Stjarnan fór í gegnum alla keppnina án þess að fá á sig mark, 360 mínútur takk fyrir!

Þar með hefur Stjarnan landað tveimur bikarmeistaratitlum og tveimur Íslandsmeistaratitlum á síðustu fjórum árum, og allt útlit er fyrir að liðið taki tvennuna í ár. Þetta eru einu stóru titlarnir í knattspyrnusögu félagsins, svo óhætt er að tala um svakalegan uppgang síðustu ár. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar og driffjöðrin í þessum uppgangi, segist hafa átt von á eins erfiðum leik og raun bar vitni.

Ekkert frábært en unnum 4:0

„Ég bjóst alveg við Selfyssingum svona sterkum. Þær náðu að brjóta niður okkar spil og gerðu það virkilega vel. Við spiluðum ekkert frábærlega að þessu sinni en unnum samt 4:0, sem er jákvætt,“ sagði Ásgerður.

Nánari umfjöllun má finna í átta síðna íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert