Ég var að laumast í þessa stöðu á æfingum

Magnús Már Lúðvíksson hjá Val er leikmaður 18. umferðar hjá …
Magnús Már Lúðvíksson hjá Val er leikmaður 18. umferðar hjá Morgunblaðinu. Hér er hann í baráttunni við Kristján Gauta Emilsson í leik gegn FH í lok júní. mbl.is/Styrmir Kári

Magnús Már Lúðvíksson hefur á síðustu misserum óvænt stimplað sig inn sem einn besti miðvörður Pepsi-deildarinnar. Hann er ekki sá hávaxnasti en bætir upp fyrir það með því að lesa leikinn vel auk þess að hafa betri spyrnugetu en flestir kollegar hans. Til marks um það sér hann oft um að framkvæma föst leikatriði fyrir lið sitt, Val. Magnús fékk 2 M fyrir frammistöðu sína í mikilvægum 3:0-sigri á ÍBV í fyrrakvöld og er leikmaður 18. umferðar hjá Morgunblaðinu.

Valsmenn höfðu fram að leiknum við Eyjamenn tapað þremur leikjum í röð og fjarlægst baráttuna um Evrópusæti. Þeir eiga enn von um það eftir sigurinn. Magnús segir að koma Luka Kostic í þjálfarateymi Vals í síðustu viku hafi hjálpað til í sigrinum á ÍBV.

„Þetta small saman núna. Luka kom með smá-áherslubreytingar sem heppnuðust mjög vel – smávægilegar færslur á mönnum í varnarleiknum og svona. Hann kom bara með ferskt blóð inn í þetta og menn fengu svona skýrara leikskipulag, og þetta heppnaðist mjög vel. Þeir Maggi [Gylfason] og Donni [Halldór Jón Sigurðsson] vinna þetta saman og gera það vel,“ sagði Magnús.

Rætt er við Magnús Má Lúðvíksson, leikmann 18. umferðar hjá Morgunblaðinu í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. Þar má einnig finna úrvalslið 18. umferðar og stöðuna í einkunnagjöf Moggans í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í sumar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert