Íslenski boltinn í beinni - sunnudagur

Fella FH-ingar Þórsara í 1. deild í kvöld?
Fella FH-ingar Þórsara í 1. deild í kvöld? mbl.is/Ómar

Í kvöld hefst 19. umferð í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Fjórir leikir eru á dagskrá klukkan 17.00 og einn klukkan 20.00. Umferðinni lýkur svo annað kvöld með fallslag Reykjavíkurliðanna Fram og Fjölnis á Laugardalsvelli. Fylgst verður með leikjunum fimm í dag hér á mbl.is í ÍSLENSKI BOLTINN Í BEINNI.

Leikir dagsins
17.00  Víkingur R. - Valur
17.00  Þór - FH
17.00  Fylkir - KR
17.00  ÍBV - Breiðablik
20.00  Stjarnan - Keflavík

Víkingur og Valur eiga í harðri baráttu um að ná 4. sætinu í deildinni og þar með Evrópusæti. Efstu þrjú sætin í deildinni gefa þátttökurétt í Evrópukeppni, en þar sem KR-ingar hafa þegar fengið úthlutað Evrópusæti sem bikarmeistarar, og þar sem KR endar líklega í 3. sæti, mun 4. sætið gefa sæti í Evrópukeppni í staðinn. Víkingur stendur betur að vígi en Valur. Víkingur hefur 29 stig í 4. sæti og leik til góða á Val að auki. Valur er í 5. sæti með 24 stig, og verður að vinna leikinn ef liðið ætlar áfram að eiga möguleika á Evrópusætinu.

Þór getur svo fallið endanlega í dag með tapi gegn FH. Ef FH-ingar vinna Þórsara, verður Þór áfram á botninum með 9 stig þegar þrjár umferðir verða þá eftir. Fjölnir er í 11. sæti með 16 stig og Fram í 10. sæti með 18 stig. Fram og Fjölnir mætast á morgun, og sama hvernig sá leikur fer, er ljóst að eftir þann leik getur Þór ekki áð liðinu í 10. sæti að stigum. Tap gegn FH í kvöld fellir Þór því í 1. deild.

Fylgjast má með öllu því helsta úr leikjunum í kvöld, auk fróðleiksmola hér á mbl.is í ÍSLENSKI BOLTINN Í BEINNI.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert