FH á þrjá leiki heima en Stjarnan þrjá útileiki

FH og Stjarnan berjast hart um Íslandsmeistaratitilinn í ár.
FH og Stjarnan berjast hart um Íslandsmeistaratitilinn í ár. mbl.is/Ómar Óskarsson

FH og Stjarnan berjast um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsídeildinni og þeir eru margir sem vonast til þess að leikur liðanna í lokaumferðinni verði hreinn úrslitaleikur um titilinn.

FH-ingar standa betur að vígi en grannar þeirra úr Garðabænum. Það er ekki nóg með með FH hafi tveimur stigum meira heldur á liðið eftir að spila þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum á heimavelli á meðan Stjarnan á þrjá útileiki af fjórum.

Leikirnir sem liðin eiga eftir eru:

FH: KR (h), Fram (h), Valur (ú), Stjarnan (h).

Stjarnan: Víkingur (ú), Fjölnir (ú), Fram (h), FH (ú).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert