Byrjunarliðið sem mætir Serbum

Harpa Þorsteinsdóttir leikur í fremstu víglínu.
Harpa Þorsteinsdóttir leikur í fremstu víglínu. mbl.is/Árni Sæberg

Freyr Alexandersson þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Serbum í undankeppni HM en leikurinn hefst klukkan 17 á Laugardalsvellinum.

Liðið lítur þannig út:

Þóra B. Helgadóttir - Elísa Viðarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir - Fanndís Friðriksdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Dóra María Lárusdóttir, Rakel Hönnudóttir - Harpa Þorsteinsdóttir.

Arna Sif Ásgrímsdóttir er í byrjunarliðinu í fyrsta sinn en hún spilar sinn annan landsleik og kemur í vörnina í stað Önnu Bjarkar Kristjánsdóttur. Þá kemur Rakel Hönnudóttir í stað Guðnýjar Bjarkar Óðinsdóttur en að öðru leyti er byrjunarliðið eins og gegn Ísrael.

Þóra B. Helgadóttir leikur kveðjuleik sinn með landsliðinu en þetta er hennar 108. landsleikur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert