„Þetta er ekki búið“

Þórir Guðjónsson á ferðinni í leiknum gegn Fram.
Þórir Guðjónsson á ferðinni í leiknum gegn Fram. mbl.is/Golli

Þórir Guðjónsson átti toppleik fyrir Fjölni, þegar Fjölnismenn pökkuðu saman liði Fram í miklum fallslag á Laugardalsvelli í fyrrakvöld. Þórir skoraði eitt mark og lagði upp annað í 3:1-sigri Fjölnis, auk þess að vera mjög skæður fram á við. Þórir er leikmaður 19. umferðar í Pepsi-deild karla í knattspyrnu að mati Morgunblaðsins.

Þórir lék upp yngri flokkana með Fram, en skildi uppeldisfélagið sitt eftir í fallsæti og vondum málum á mánudagskvöld, en það hefur birt vel til hjá Fjölni að sama skapi.

„Það hafði svosem ekkert sérstaka þýðingu fyrir mig að vinna Fram í þessum fallslag þó ég hafi verið þar í yngri flokkunum,“ sagði Þórir þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær.

„Þó það sé vissulega nokkrum kílóum létt af okkur eftir þennan sigur, þá vitum við að þetta er alls ekki búið. Við viljum helst vinna alla leikina þrjá sem eftir eru í deildinni og tryggja sætið okkar í efstu deild áfram,“ sagði Þórir.

Ítarlegt viðtal við Þóri er í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. Þar er einnig að finna úrvalslið 19. umferðar og stöðuna í M-gjöf Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert